Farþegar athugið - 9.desember 2023
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar fyrstu ferð dagsins.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45
Hvað varðar ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl 13:15 frá Landeyjahöfn verður gefin út tilkynning kl. 11:00 í dag.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.
Almenn siglingaáætlun Herjólfs
Vestmannaeyjar brottför: |
Landeyjahöfn brottför: |
07:00 - Alla daga |
08:15 - Alla daga |
09:30 - Alla daga |
10:45 - Alla daga |
12:00 - Alla daga |
13:15 - Alla daga |
14:30 - Alla daga |
15:45 - Alla daga |
17:00 - Alla daga |
18:15 - Alla daga |
19:30 - Alla daga |
20:45 - Alla daga |
22:00 - Alla daga |
23:15 - Alla daga |
Vegna dýra um borð í Herjólfi
Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið.
Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku.
Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út.
Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra.
Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með.
Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum.
Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.