Starfið er fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Búseta í Vestmannaeyjum æskileg. Öll kyn hvött til þess að sækja um.
Menntun og hæfniskröfur
Skipstjórnaréttindi (STCW II/2)
Samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun
Frumkvæði, sjálfstæði og hæfni í mannlegum samskiptum
Hreint sakavottorð
Ábyrgðar - og starfsvið
Verkefni starfsmannsins eru öll störf sem fylgja því að vera stýrimaður og um borð í ferju sem annast farþega- og fraktflutninga og sinnir að öðru leyti öllum öðrum verkum sem fallið geta undir starfsvið og menntun starfsmannsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hörður Orri Grettisson í síma 692-5367 eða á netfanginu hordur@herjolfur.is
Umsóknum skal fylgja ferilskrá umsækjanda og skal umsóknum skilað á netfangið hordur@herjolfur.is og merkja "Starf stýrimanns".
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin og farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til og með 19.ágúst 2022.