Tilkynningar

Farþegar athugið

Laugardagur – 26.nóvember

Farþegar athugið – 26.11.22

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun á háflóði.

Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30

Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45

Sunnudagur 27.11.22

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar á morgun á háflóði skv. eftirfarandi áætlun. Ef gera þarf breytingar á áætlun, þá gefum við það frá okkur um leið og það liggur fyrir.

Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 18:00, 20:30

Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 19:15, 21:30

*Farþegar sem áttu bókað kl. 17:00 og 19:30 frá Vestmannaeyjum hafa verið færðir í 18:00 og 20:30. *Farþegar sem áttu bókað kl. 18:15 og 20:45 frá Landeyjahöfn hafa verið færðir í 19:15 og 21:30.

Til upplýsinga um stöðuna í Landeyjahöfn

Í dag var tekin sú ákvörðun að prófa siglingar á háflóði til Landeyjahafnar þar sem komið hafi í ljós fyrir helgi að dýpi var farið að minnka verulega, eða niður í 4.5 metra. Síðan þá hefur ástandið við höfnina versnað og kom það í ljós núna þegar Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar fyrr í dag að dýpi er orðið of lítið.

Við komum til með að sigla eftir sjávarföllum næstu daga. Við eigum von á dýpkunarskipinu á miðvikudaginn og vonumst við til að það nái að dýpka það magn sem til þarf á skömmum tíma. Ef veður og sjólag er hagstætt ætti það ekki að taka marga daga.

Tilkynning hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út kl. 06:00 í fyrramálið.

Það er einlægur vilji allra sem standa að Herjólfi ohf að sigla til Landeyjahafnar ef færi gefst til, upplýsa farþega um gang mála en á sama tíma verðum við að gæta að öryggi farþega og áhafnarmeðlima.