Tilkynningar

Stýrimaður óskast

Starfið er fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta í Vestmannaeyjum æskileg. Öll kyn hvött til þess að sækja um.

Menntun og hæfniskröfur

Skipstjórnaréttindi (STCW II/2) Samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun Frumkvæði, sjálfstæði og hæfni í mannlegum samskiptum Hreint sakavottorð

Ábyrgðar - og starfsvið

Verkefni starfsmannsins eru öll störf sem fylgja því að vera stýrimaður og um borð í ferju sem annast farþega- og fraktflutninga og sinnir að öðru leyti öllum öðrum verkum sem fallið geta undir starfsvið og menntun starfsmannsins.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Hörður Orri Grettisson í síma 692-5367 eða á netfanginu hordur@herjolfur.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá umsækjanda og skal umsóknum skilað á netfangið hordur@herjolfur.is og merkja "Starf stýrimanns". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin og farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er til og með 19.ágúst 2022.

Farþegar athugið

Farþegar athugið – 17.ágúst 2022

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar næstu tvær ferðir Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30 Brottför frá Landeyjahöfn kl 18:15, 20:45.

Spáð er aftur hækkandi öldu í kvöld, að því sögðu verður gefin út tilkynning kl. 21:00 varðandi síðustu ferð kvöldsins. Að því sögðu hvetjum við farþega okkar til þess að ferðast fyrr en seinna ef þeir hafa tök á.

Ef gera þarf breytingu á áætlun í fyrramálið, þá gefum við út tilkynningu kl. 06:00 í fyrramálið.

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar ..

SIGLINGAÁÆTLUN

Vestmannaeyjar brottför: Landeyjahöfn brottför:
07:00 - Alla daga 08:15 - Alla daga
09:30 - Alla daga 10:45 - Alla daga
12:00 - Alla daga 13:15 - Alla daga
14:30 - Alla daga 15:45 - Alla daga
17:00 - Alla daga 18:15 - Alla daga
19:30 - Alla daga 20:45 - Alla daga
22:00 - Alla daga 23:15 - Alla daga

Ef siglt er til Þorlákshafnar eru brottfarir sem hér segir:

Frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00

Frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45

Farþegar sem eiga bókað á þessum tímasetningum til/frá Landeyjahöfn færast sjálfkrafa milli hafna.

Ekki er sjálfgefið að laust sé fyrir farartæki og/eða farþega í allar ferðir, mögulegt að uppselt sé í ferðir. Því mælum við alltaf með því að bóka fyrirfram.