Tilkynningar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt

Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00 og 17:00

Brottför frá Þorlákshöfn kl 10:45 og 20:45

Vegna ölduhæðar og vinds fella eftirfarandi ferðir niður Frá Vestmannaeyjum kl 09:30, 12:00, 14:30, 19:30 og 22:00 Frá Landeyjahöfn kl 08:15, 13:15,15:45, 18:15 og 23:15.

Þeir farþegar sem eiga bíla í Landeyjahöfn þurfa að láta vita af sér í afgreiðslunni í Eyjum fyrir brottför svo hægt sé að gera ráðstafanir um far milli hafna.

sumarið 2020 póstlisti

Sumarið 2020 er handan við hornið, og margir farnir að huga að bókunum í Herjólf. Því langar okkur að bjóða þeim sem ætla sér að ferðast með okkur á þeim tímasetningum sem lokað er fyrir bókanir að svo stöddu, að skrá sig á póstlista hjá okkur.

Um er að ræða eftirfarandi dagsetningar: 9-14.júní vegna Tm mót. 23-28. júní vegna Orkumót. 29-5 ágúst vegna Þjóðhátíð.

Til þess að skrá sig á póstlista, þarf að senda tölvupóst á herjolfur@herjolfur.is og setja viðeigandi dagsetningar í viðfangsefni.

Afsláttarkjör fyrir heimafólk

Þeir Vestmannaeyjingar sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum geta bókað sig með slíkan afslátt þegar þeir eru innskráðir í gegnum mínar síður.
Hægt er að stofna aðgang á herjolfur@herjolfur.is með því að senda okkur kennitölu ásamt heimilisfangi, hringja í síma 481-2800 eða hreinlega renna við hjá okkur. Við innskráningu hafa farþegar möguleika á að breyta pöntunum sínum án þess að greiða breytingjagjald og hafa yfirsýn yfir allar ferðir sínar með Herjólfi. Þetta er gert svo hægt sé að veita meiri og betri þjónustu.