Tilkynningar

Farþegar athugið

Sunnudagur 28.02.21

Fyrsta ferð Herólfs til Þorlákshafnar fellur niður vegna veður og ölduhæðar við Þorlákshöfn.

Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólf til þess að færa bókun sína.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinni partinn í dag: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45

Ef það breytist, þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir.

Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar, eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað, það er að segja lak, kodda og sæng/teppi.

Einnig langar okkur til þess að benda farþegum okkar á að á þessum árstíma er alltaf hætta færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Ráðstafanir vegna Covid-19

Kæru farþegar

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna Covid-19 vill Herjólfur ohf koma á nokkrum hlutum á framfæri.

Ef farþegar í sóttkví eða með flensueinkenni ætla sér að ferðast þarf að láta vita áður en til ferjunnar er komið.

Grímuskylda er um borð og mikilvægt er að nota grímuna rétt. Nauðsynlegt er að gríman hylji bæði nef og munn.

Ef farþegar vilja nýta sér gistirými ferjunnar þegar sigla þarf til Þorlákshafnar, þarf hver og einn að koma með sinn eigin búnað ásamt því að bera ábyrgð á þrifum á gistingunni.

Notum örgjörvann á kortinu okkar eða notum símann eða úrið.

Bókaðu miða á www.herjolfur.is og fáðu þá senda í tölvupósti.

Reynum eftir bestu getu að viðhalda fjarlægðamörk.

Þvoum og sótthreinsum hendur reglulega.

Nokkrir punktar varðandi notkun andlitsgrímu:

Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðuneytis verða andlitsgrímur að uppfylla kröfur evrópskra staðlasamtakanna (CEN).

Fjölnotagrímur þurfa að innihalda amk þrjú lög til þess að teljast öruggar.

Heimatilbúnargrímur eða buff eru ekki örugg.

Þeir farþegar sem notast við skurðlæknamaska, eru bentir á að bláa hlið grímunnar á að snúa út.

Börn fædd 2011 og seinna eru undanskilin grímuskyldunni.

Farþegar okkar verða að vera með andlitsgrímur frá því að þeir ganga um borð og þar til þeir fara frá borði.

Andlitsgrímur eru til sölu í afgreiðsluhúsum okkar á 300 kr stk.

Nauðsynlegt er að gríman hylji bæði nef og munn.

Hér fyrir neðan er slóð á heimasíðu þar sem má finna nánari upplýsingar um andlitsgrímunotkun:

https://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019/advice-for-public/when-and-how-to-use-masks

Einstaklingar sem klæðast ekki grímu verða neitaður aðgangur að ferjunni.


Varðandi sóttkví

Komi til þess að einstaklingur sé í sóttkví eða einstaklingur sýni flensueinkenni, og þarf að ferðast milli lands og Eyja, skal kemur hafa samband við Ölmu Ingólfsdóttur á netfangið almai@herjolfur.is áður en til brottfarar kemur.

Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið.

Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu varkárni vegna veirunnar og vill taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna málsins. Hjálpumst að við að koma þessum vágesti frá sem fyrst.