Tilkynningar

Farþegar athugið - 25.ágúst

Ófært er orðið til Landeyjahafnar og því siglir gamli Herjólfur til Þorlákshafnar. Frá Vestmannaeyjum kl. 15:30 og frá Þorlákshöfn kl 19:15. Þeir farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 , færast sjálfkrafa í ferðina kl. 15:30 til Þorlákshafnar. Þeir farþegar sem áttu bókað frá Landeyjahöfn kl. 18:15, færast sjálfkrafa í ferðina kl. 19:15 frá Þorlákshöfn.

Þeir farþegar sem áttu bókað í aðrar ferðir, þurfa að hafa samband við afgreiðslu í síma 481-2800 til þess að færa sig í næstu lausu ferð, eða fá endurgreitt.

Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn, þá er líklegt að einnig verði siglt til Þorlákshafnar.

Afsláttarkjör fyrir heimafólk

Þeir Vestmannaeyjingar sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum geta bókað sig með slíkan afslátt þegar þeir eru innskráðir í gegnum mínar síður.
Hægt er að stofna aðgang á herjolfur@herjolfur.is með því að senda okkur kennitölu ásamt heimilisfangi, hringja í síma 481-2800 eða hreinlega renna við hjá okkur. Við innskráningu hafa farþegar möguleika á að breyta pöntunum sínum án þess að greiða breytingjagjald og hafa yfirsýn yfir allar ferðir sínar með Herjólfi. Þetta er gert svo hægt sé að veita meiri og betri þjónustu.