Tilkynningar

Stefnt er að því að nýja ferjan komi til með að hefja siglingar 18.júlí nk.

Stefnt er að því að siglingar hefjist á nýju ferjunni fimmtudaginn 18. Júlí nk.

Nú liggur fyrir að nýja ferjan getur farið að hefja siglingar samkvæmt siglingaáætlun félagsins. Unnið er að lokafrágangi á ökubrú í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn. Frágangur miðar að því að báðar ferjurnar geti siglt á hafnirnar, lestað og losað farartæki. Næstu daga verður unnið að frágangi og undirbúningi fyrir rekstur í nýju ferjunni. Stefnt er að taka rennsli með áhöfn næstkomandi þriðjudag og miðvikudag. Dagarnir verði nýttir til að reyna á hafnaraðstöðu og breytingar sem þar hafa verið gerðar. Fimmtudagurinn fer í yfirfærsluna og ef ekkert óvænt kemur upp á þriðjudag og miðvikudag mun nýja ferjan taka síðustu ferðir fimmtudagsins samkvæmt siglingaáætlun og í beinu framhaldi fara í rekstur.