Tilkynningar

Farþegar athugið

Kæru farþegar

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu langar okkur að biðla til fólks sem sýna flensueinkenni eða eru að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku að vera ekki að ferðast með ferjunni.

Sé nauðsynlegt að komast milli lands og Eyja, skal hafa samband við afgreiðslu okkar í síma 4812800 til þess að gera frekari ráðstafanir. Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið.

Einnig biðlum við til farþega að huga vel að eigin sóttvörnum.

Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu varkárni vegna veirunnar og vill með þessu taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna málsins.

Sumaráætlun

Siglingar yfir verslunarmannahelgina 2021

Herjólfur siglir samkvæmt eftirfarandi áætlun 31.júlí til 2.ágúst.

__Frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00

__Frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15


Þær ferðir sem áætlað var að Herjólfur III myndi sigla föstudaginn 31.júlí og mánudaginn 2.ágúst falla niður. Þeir farþegar sem áttu bókað í þessar ferðir í gegnum Herjólf ohf, eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu okkar til þess að láta færa bókun sína eða fá endurgreitt.

Þeir farþegar sem eiga bókaða herjólfsmiða í gegnum dalurinn.is eru beðnir um að hafa samband við ÍBV (info@dalurinn.is) . Hafi þessir einstaklingar áhuga á að ferðast þessa helgi, eru þeir beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að gera nýja bókun. Þeir sem eiga pantað í ferjuna í gegnum Herjólf ohf en ætla sér ekki að nýta miðann sinn eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 4812800 eða senda tölvupóst á herjolfur@herjolfur.is


Þeir farþegar sem áttu bókað á eftirfarandi tímum hafa verið færðir sem hér segir:

__Föstudagur 30.júlí frá Vestmannaeyjum:

07:00 (óbreyttur tími) – 08:50 færist í 09:30, 10:50 færist í 12:00, 13:50 færist í 14:30, 15:50 færist í 17:00, 17:50 færist í 19:30 , 19:50 færist í 22:00 og 21:50 ferðin dettur úr áætlun.

__Föstudagur 30.júlí frá Landeyjahöfn:

08:00 færist í 08:15, 10:00 færist í 10:45, 13:00 færist í 13:15, 15:00 færist í 15:45, 17:00 færist í 18:15, 19:00 færist í 20:45, 21:00 færist í 23:15 og 23:00 ferðin dettur úr áætlun.

__Laugardagyr 31.júlí frá Vestmannaeyjum:

Óbreytt áætlun.

__Laugardagur 31.júlí frá Landeyjahöfn:

Óbreytt áætlun.

__Sunnudagur 1.ágúst frá Vestmannaeyjum:

Ferð kl. 05:30 dettur úr áætlun, ferð kl. 07:00 bætist við, ferð kl. 10:00 breytist í 09:30, ferð kl. 12:00 helst óbreytt, ferð kl. 14:00 breytist í 14:30, ferð kl. 16:00 breytist í 17:00 og ferðir kl. 19:30 og 22:00 bætast við áætlun.

__Sunnudagur 1.ágúst frá Landeyjahöfn:

Ferð kl. 09:00 færist til 08:15, ferð kl. 11:00 færist til 10:45, ferð kl. 13:00 færist til 13:15, ferð kl. 15:00 færist til 15:45, ferð kl. 17:00 færist til 18:15 og ferðir kl. 20:45 og 23:15 bætast við áætlun.

__Mánudagur 2.ágúst frá Vestmannaeyjum:

Ferðir kl. 02:00, 04:00, 06:00 detta úr áætlun, ferð kl. 08:00 færist til 07:00, ferð kl. 10:00 færist til 09:30 , ferð kl. 13:00 færist til 12:00, ferð kl. 15:00 færist til 14:30, ferð kl. 17:00 helst óbreytt, ferð kl. 19:00 færist til 19:30, ferð kl. 21:00 færist til 22:00

__Mánudagur 2.ágúst frá Landeyjahöfn:

Ferð kl. 08:50 færist til 08:15, ferð kl. 10:50 færist til 10:45, ferð kl. 13:50 færist til 13:15, ferð kl. 15:50 færist til 15:45, ferð kl. 17:50 færist til 18:15, ferð kl. 19:50 færist til 20:45 og ferð kl. 21:50 færist til 23:15.