Tilkynningar

Hertar aðgerðir vegna kórónaveirunnar

Grímuskylda í Herjólfi!

Vegna hertra aðgerða vegna kórónaveirunnar sem tekur í gildi á hádegi 31. júlí er skylda að farþegar sem ætla sér að ferðast með Herjólfi gangi með grímur að börnum undanskyldum. Andlitsgrímur koma til með að vera seldar í afgreiðsluhúsum okkar á kostnaðarverði, 300 kr. Hægt er að kaupa andlitsgrímur á fleiri stöðum, t.d. í apótekum.

Einstaklingar sem bera ekki grímu eftir hádegi á morgun (31.júlí) verður meinaður aðgangur um borð í ferjuna.

ATH – Kaffitería ferjunnar kemur til með að loka frá og með morgundeginum (31.júlí).


Varðandi sóttkví

Komi til þess að einstaklingur sé í sóttkví eða einstaklingur sýni flensueinkenni, og þarf að ferðast milli lands og Eyja, skal kemur hafa samband við Ölmu Ingólfsdóttur í síma 8684378 eða á netfangið almai@herjolfur.is áður en til brottfarar kemur.

Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið.

Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu varkárni vegna veirunnar og vill taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna málsins.

Hjálpumst að við að koma þessum vágesti frá sem fyrst.

Siglingaáætlun yfir verslunarmannahelgi 2020

Þar sem Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið aflýst þetta árið hefur Herjólfur þurft að aðlaga siglingaáætlun sína. Þeir farþegar sem áttu bókað umrædda daga hafa fengið skilaboð um breyttar tímasetningar.

Siglingaáætlun yfir Verslunarmannahelgi 2020

Siglingaáætlun í Landeyjahöfn

Vestmannaeyjar brottför: Landeyjahöfn brottför:
07:00 - Alla daga 08:15 - Alla daga
09:30 - Alla daga 10:45 - Alla daga
12:00 - Alla daga 13:15 - Alla daga
17:00 - Alla daga 18:15 - Alla daga
19:30 - Alla daga 20:45 - Alla daga
22:00 - Alla daga 23:15 - Alla daga