Söguás
Herjólfur hefur verið heitið á fjórum bílaferjum sem gengið hafa á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Núverandi Herjólfur, sá fjórði í röðinni, var tekinn í notkun 25.júlí árið 2019, og er það fyrsta sem er rafvænt. Herjólfur IV tekur um 65-70 bíla og 540 farþegar. Skipin eru nefnd eftir Herjólfi Bárðasyni, sem talinn er vera fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja.
Herjólfur I
Hinn fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, ferjan sigli auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Hann kom nýr til landsins í desember árið 1959 og var í þessum ferðum allt þar til í júlí 1974. Skipið var í eigu Skipaútgerðar ríkisins og höfðu Vestmannaeyjingar lítið að segja um hvernig úgerð þess var háttað.
Herjólfur II
Í júní mánuði árið 1976 kom til Vestmannaeyja ný Herjólfsferja í eigu hlutafélagsins Herjólfur hf sem stofnað hafði verið um eign og rekstur flutningsskips milli lands og eyja. Skipið var smíðað í Kristiansund í Noregi og var 1038 brl að stærð með 2400 hestafla aðalvél af Wichmann gerð. Herjólfur II gat flutt um 350 farþega í hverri ferð yfir sumarmánuðina og gaf haft með sér tpælega 40 fólksbíla á tveimur bílaþilförum. Siglingahraði skipsins var um 12.5 sjómílur á klukkustund, tók því tæplega þrjá og hálfan tíma að sigla til Þorlákshafnar. Var þetta mikil bylting frá fyrri skipum sem haldið höfðu uppi ferðum milli Vestmannaeyja og lands, auk þess sem skipið var staðsett í eyjum og gert út þaðan. Þessi fyrsti Herjólfur sem Herjólfur hf átti og rak, var í ferðum til og frá Eyjum frá því í júlímánuði árið 1976 fram í júnímánuð 1992 eða í tæp 16 ár og flutti á þessu tímabili um það bil 800.000 farþega og um 150.000 faratæki. Skipið var að lokum selt til Svíþjóðar og var það sænski herinn sem keypti það.
Herjólfur III
í júní árið 1992 kom síðan önnur nýsmíði Herjólfs hf til landsins. Það skip hlaut líka nafnið Herjólfur. Ferjan var smíðuð í Flekkefjord í Noregi og er 222 brúttólestir að stærð með 2 aðalvélar af Alphaman gerð og eru þær samtals um 7300 ha. Skipið er 71 metra langt og 16 metra breitt og gat flutt allt að 500 farþega í ferð og um 55 faratæki. Þessi ferja sigldi venjulega á um 16.5 sjómílna ferð og tók siglingin til Landeyjahafnar um það bil 35 mínútur en siglingin til Þorlákshafnar um það bil 2 klukkustundur og 45 mínútur. Á þeim tíma sem Herjólfur hf átti þessa ferju, það er að segja á tímabilinu 1992-2000, flutti það um það bil 750.000 farþega og um 200.000 faratæki. Um áramótinu 2000-2001 var félagið selt Ríkissjóði/Vegagerð og þar með var sögu hlutafélagsins Herjólfs lokið. Frá þeim tíma til 1.janúar 2005 hafði Samskip umsjón með og rak Herjolfs, en eftir 1.janúar 2006 rak Eimskip Herjólf og gerði það alveg til 29.mars 2019.
Herjólfur IV
Herjólfur IV er rekin af opinbera hlutafélaginu Herjólfur ohf sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar. Tekið var fagnandi á móti nýrri ferju við formlega athöfn þann 15.júní 2019 þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf Herjólfi IV formlega nafn sitt. Ferjan var smíðuð í Póllandi af skipasmíðastöðinni Chris S.A. Ferjan er rafvædd og stefnir fyrirtækið á að gera sitt besta í að leggja sitt af mörkum til umhverfisins. Fyrsta áætlunarferð Herjólfs IV var þann 25.júlí 2019. Ferjan er sérstaklega hönnuð með siglingar til Landeyjahafnar í huga og því er hún mikil samgöngubót fyrir alla, bæði Vestmannaeyjinga sem og gesti. Herjólfur ohf lítur á sig sem þjónustufyrirtæki, þar sem aðalmarkmiðið er að þjónusta eyjamenn ásamt því að reyna að kynna öðrum fyrir öllu því stórfenglega sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða.
Herjólfur I
Hinn fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, ferjan sigli auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Hann kom nýr til landsins í desember árið 1959 og var í þessum ferðum allt þar til í júlí 1974. Skipið var í eigu Skipaútgerðar ríkisins og höfðu Vestmannaeyjingar lítið að segja um hvernig úgerð þess var háttað.
Herjólfur III
í júní árið 1992 kom síðan önnur nýsmíði Herjólfs hf til landsins. Það skip hlaut líka nafnið Herjólfur. Ferjan var smíðuð í Flekkefjord í Noregi og er 222 brúttólestir að stærð með 2 aðalvélar af Alphaman gerð og eru þær samtals um 7300 ha. Skipið er 71 metra langt og 16 metra breitt og gat flutt allt að 500 farþega í ferð og um 55 faratæki. Þessi ferja sigldi venjulega á um 16.5 sjómílna ferð og tók siglingin til Landeyjahafnar um það bil 35 mínútur en siglingin til Þorlákshafnar um það bil 2 klukkustundur og 45 mínútur. Á þeim tíma sem Herjólfur hf átti þessa ferju, það er að segja á tímabilinu 1992-2000, flutti það um það bil 750.000 farþega og um 200.000 faratæki. Um áramótinu 2000-2001 var félagið selt Ríkissjóði/Vegagerð og þar með var sögu hlutafélagsins Herjólfs lokið. Frá þeim tíma til 1.janúar 2005 hafði Samskip umsjón með og rak Herjolfs, en eftir 1.janúar 2006 rak Eimskip Herjólf og gerði það alveg til 29.mars 2019.
Herjólfur II
Í júní mánuði árið 1976 kom til Vestmannaeyja ný Herjólfsferja í eigu hlutafélagsins Herjólfur hf sem stofnað hafði verið um eign og rekstur flutningsskips milli lands og eyja. Skipið var smíðað í Kristiansund í Noregi og var 1038 brl að stærð með 2400 hestafla aðalvél af Wichmann gerð. Herjólfur II gat flutt um 350 farþega í hverri ferð yfir sumarmánuðina og gaf haft með sér tpælega 40 fólksbíla á tveimur bílaþilförum. Siglingahraði skipsins var um 12.5 sjómílur á klukkustund, tók því tæplega þrjá og hálfan tíma að sigla til Þorlákshafnar. Var þetta mikil bylting frá fyrri skipum sem haldið höfðu uppi ferðum milli Vestmannaeyja og lands, auk þess sem skipið var staðsett í eyjum og gert út þaðan. Þessi fyrsti Herjólfur sem Herjólfur hf átti og rak, var í ferðum til og frá Eyjum frá því í júlímánuði árið 1976 fram í júnímánuð 1992 eða í tæp 16 ár og flutti á þessu tímabili um það bil 800.000 farþega og um 150.000 faratæki. Skipið var að lokum selt til Svíþjóðar og var það sænski herinn sem keypti það.
Herjólfur IV
Herjólfur IV er rekin af opinbera hlutafélaginu Herjólfur ohf sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar. Tekið var fagnandi á móti nýrri ferju við formlega athöfn þann 15.júní 2019 þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf Herjólfi IV formlega nafn sitt. Ferjan var smíðuð í Póllandi af skipasmíðastöðinni Chris S.A. Ferjan er rafvædd og stefnir fyrirtækið á að gera sitt besta í að leggja sitt af mörkum til umhverfisins. Fyrsta áætlunarferð Herjólfs IV var þann 25.júlí 2019. Ferjan er sérstaklega hönnuð með siglingar til Landeyjahafnar í huga og því er hún mikil samgöngubót fyrir alla, bæði Vestmannaeyjinga sem og gesti. Herjólfur ohf lítur á sig sem þjónustufyrirtæki, þar sem aðalmarkmiðið er að þjónusta eyjamenn ásamt því að reyna að kynna öðrum fyrir öllu því stórfenglega sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða.