Spurt og svarað

Afgreiðsla Herjólfs í Vestmannaeyjum er opin alla daga frá kl. 06:30 til kl. 22:00 þegar siglt er frá Landeyjahöfn.

Afgreiðsla Herjólfs í Landeyjahöfn er opin frá kl: 07:45 til 23:15 daglega.

Mikilvægt er að farþegar mæti til innritunar eigi síðar en 30 mínútum fyrir auglýstan brottfaratíma. Allir farþegamiðar sem og bílamiðar eru skannaðir inn þegar farið er um borð í ferjuna. Ferjunni er lokað 5 mínútum fyrir brottför.

Við mælum ávallt með því að farþegar bóki farmiða fyrirfram.

Farþegar geta nýtt sér bílastæði við Landeyjahöfn og Þorlákshöfn án gjalds. Vinsamlegast athugið að rekstraraðili ferjunnar ber ekki ábyrgð á ökutækjum sem geymd eru við þessa staði.

Akstur milli Landeyjahafnar og höfuðborgarsvæðis tekur um tvær klukksutundir í góðu færi. Farþegar eru hvattir til að gefa sér góðan tíma og virða hraðatakmarkanir. Aðgætið með góðum fyrirvara að bíllinn sé vel og rétt búinn fyrir ferðalagið til að minnka hættu á töfum á leiðinni.

Akstur frá höfuðborgarsvæðinu til Þorlákshafnar tekur um 45 mínútur.

Sigling til/frá Landeyjahöfn er 35 mínutur. Sigling frá Þorlákshöfn er 2 tímar og 45 mínútur.

Almenningssamgöngur í tengslum við siglingar Herjólfs eru í boði en rútuferðir frá Mjódd í Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar um ferðir eru veittar á vef Strætó

Vert er að taka fram að þessar áætlunarferðir eru ekki á vegum Herjólfs.

Herjólfur ohf hefur að bjóða glæsileg gjafabréf sem henta vel til allra tækifæra.

Gjafabréfin hafa verið vinsæl hjá okkur og er fullkomin gjöf fyrir þá sem eiga allt.

Gjafabréf eru afgreidd í afgreiðslu Herjólfs, herjolfur@herjolfur.is eða í síma 481-2800.

Hægt er að sjá upplýsingar um siglingar Herjólfs bæði hér á heimasíðu ferjunnar sem og facebook síðu Herjólfs.

Allir geta fengið aðgang að “Mínum síðum”. Þar getur hver viðskiptavinur bókað ferð, breytt ferð sinni að kostnaðarlausu og haft yfirlit af ferðum sínum.

Hægt er að stofna aðgang með því að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs eða senda okkur skilaboð á herjolfur@herjolfur.is

Mikilvægt er að afpanta með sólarhringsfyrirvara til þess að fá endurgreitt. Afbókunargjald sem og breytingargjald er þó 500kr. Ef það er innan við sólarhring í pöntunina er hægt að breyta pöntun í aðra dagsetningu eða eiga inneign hjá félaginu.

Ef ófært er til Landeyjahafnar og sigla þarf til Þorlákshafnar er áætlunin sem hér segir.

Frá Vestmannaeyjum kl: 07:00 og 17:00 og frá Þorlákshöfn kl: 10:45 og 20:45.

Eftirfarandi ferðir færast sjálfkrafa ef bókað var upprunalega til Landeyjahafnar.

Ef fella þarf niður ferð er gott að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481 2800 eða á herjolfur@herjolfur.is

Ekki er öruggt að laust sé í næstu ferð á eftir. Því mikilvægt að hafa samband eins fljótt og auðið eftir að viðkomandi hefur fengið skilaboð um niðurfellingu á ferð.

Ef ferðin var felld niður er endurgreitt að fullu

Hundar mega ferðast með Herjólfi, en hinsvegar er lausaganga hunda bönnuð. Ef ferðast er á bíl, þá þurfa þeir að halda sig í bílnum á meðan siglingu stendur. En ef farþegar eru bíllausir, þá þurfa þeir að vera í búri niðrá bílþilfari.

Fyrirspurnir fyrir hópa bókanir sendist á herjolfur@herjolfur.is

Hér má sjá skilmála félagsins

Við bókun hjá Herjólfi eru farþegar að samþykkja skilmálana sem hægt er að sjá hér að ofan. Því hvetjum við alla að kynna sér þá vel.