Vestmannaeyjar – Best geymda leyndarmál Íslands

Vestmannaeyjar eru eyjaklasi suður af Íslandi, samtals 15 eyjar og um 30 sker og drangar. Heimaey er stærst eyjanna og sú eina sem er byggð en þar er Vestmannaeyjabær með um 4.300 íbúa.

Eyjarnar hafa allar myndast í eldgosum, fyrir 10.000- 12.000 árum. Vestmannaeyjar eru á umfangsmiklu eldgosasvæði sem er um 38 km langt og 30 km breitt með 70- 80 eldstöðvum bæði neðansjávar og ofansjávar. En engar áhyggjur, síðast gaus 1967 Þegar Surtsey myndaðist. Sem stóð yfir í fjögur ár og er því lengsta eldgos í sögu Íslands!

Dagsferð til Eyja

Vestmannaeyjar er fullkominn áfangastaður fyrir fólk sem vill komast frá fjölmenning og upplifa einstakt samfélag og þá náttúrufegurð sem þar ríkir.

Siglingin til Vestmannaeyja tekur um 35 mínútur aðra leiðina. Ef þú ert að ferðast frá Reykjavík, er það um 2 klukkutíma akstur til Landeyjahafnar. Herjólfur siglir sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.

Lundinn kemur

Stærstu lundabyggðir heims eru í Vestmannaeyjum. Það eru margir staðir í boði til að skoða lunda bæði á sjó og frá landi og er gott úrval af ferðaþjónustuaðilum sem bjóða uppá skoðunarferðir.

Þegar skyggja fer í ágúst er komið að því að lundapysjurnar yfirgefi holurnar sínar, á leið til sjávar eiga pysjurnar til að fljúga oft að götuljósum bæjarins og enda jafnvel í einhverjum bakgarðinu. því er orðinn mikil hefð í Vestmannaeyjum að hjálpfúsar hendur bæjarbúa, sérstaklega barna sem ganga um bæinn með pappakassa og safna þeim pysjum sem villst hafa. Síðan fara bæjarbúar daginn eftir með pysjurnar niður í fjöru og sveifla þeim á loft þannig að þær grípi flugið og haldi til sjávar.

Sagan um Heimaeyjargosið

Sagan um stærstu náttúruhamfarinar í Íslandssögu segir frá Heimaeyjargosinu sem hófst 23. Janúar 1973 og stóð yfir til 3. Júlí 1973 en þar sem megineldvarpið varð stendur nú Eldfell. Hraun og aska eyðilögðu þriðjung byggðarinnar í Eyjum, eða tæplega 400 hús og byggingar. Meðan á gosinu stóð yfir var mikil óvissa um það hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð á eyjunni. 
ELDHEIMAR er gosminjasýning sem miðlar fróðleik um atburðarásina.

Matur í Vetmannaeyjum

Fyrir þá er sækja Eyjarnar heim er um margt að velja í veitingaþjónustu. Hér má finna veitingahús sem við sérstaklega mælum með.

 • Slippurinn er fjölskyldurekinn veitingastaður sem notar staðbundið og árstíðarbundið íslenskt hráefni.
 • GOTT er heilsusamlegur og skapandi fjölskylduveitingastaður sem notar aðeins ferskt og heilnæmt hráefni. Allar sósur, soð, súpur, brauð og kökur eru löguð frá grunni á staðnum og ferskur fiskur beint af fiskmarkaðnum á hverjum morgni..
 • Einsi Kaldi og hans kokkalið hafa mikla unun af sinni sérhæfingu sem er að töfra fram ljúffenga og framandi sjávarrétti sem Einsi er rómaður fyrir. Hugmyndarflug Einsa nýtur sín til fulls þegar hann vinnur með ferskt, fjölbreytt og einstakt hráefni úr Eyjum og hafinu umhverfis þær.

Afþreying í Vestmannaeyjum

Afþreying í Vestmannaeyjum er afar fjölbreytt og mikið í boði. Hér fyrir neðan er að sjá hluta af því.

 • Eyjatours býður upp á fjölbreytt val útsýnisferða. Vinsælasta ferðin þeirra er Puffin and Volcano ferðin, þar sem leiðsögumaður fer akandi með hóp að helstu kennileitum eyjunnar. Ferðin er ekki þessi hefðbundna rútuferð, heldur gefst farþegum kostur á að fara út og skoða.
 • Bookings Westman Island er einnig með fjölbreytt val um útsýnisferða. Svo sem gönguferðir upp á Eldfell og  einnig eru þau með hjólaleigu.
 • ATV fjórhjólaferð er skemmtileg upplifun. Hægt er að bóka ferðir um hraunið og eldfjallasvæðið sem og sérsniðnar ferðir.
 • Safnið Eldheimar er einstök eldgosa-og jarðsýning um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar.  Skyggnst er inn í mannlífið og umhverfið í Vestmannaeyjum fyrir gos og hvernig náttúruhamfarirnar 1973 gripu inn í samfélagið og líf fólksins.  Nær allir íbúar Heimaeyjar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna.  Margir sáu húsin sín, sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur.
 • Boat tours bjóða upp á bátsferðir í kringum eyjuna, bæði á RIB safari bát sem og stærri bát til skoðunnarferða.  Þeir koma einnig til með að bjóða upp á ferðir í Klettsvík til þess að heimsækja Beluga hvalina okkar.
 • Kayak & Puffin tours bjóða upp á 1,5 klukkustund kayak ferð undir leiðsögn þar sem siglt er meðal annars inn í klettsvík, heimili Beluga hvalanna.

Frábærir staðir í Vestmannaeyjum

Náttúruperlan Vestmannaeyjar hefur upp á fjölmarga fallega staði að bjóða þar sem ljósmyndalinsan nýtur sín.

 • Fílasteinninn eða The elephant rock, er eflaust sá staður sem er tekið mest af myndum af hérna í Vestmannaeyjum enda engum líkur.
 • 18 holu golfvöllurinn okkar er með fallegri golfvöllum landsins og hefur hann fengið mikið lof fyrir náttúrufegurð og dregur sífellt fleiri golfáhugamenn til Vestmannaeyja. Einnig hefur hann verið valinn af GolfDigest einn af 200 flottustu völlum Evrópu.
 • Stafkirkjan sem stendur á Skansinum er gjöf frá Noregskonungi í tilefni aldarafmælis kristnitöku Íslendinga í júlí árið 2020. Kirkjan er eftirmynd fyrstu kirkju Vestmannaeyja  sem byggð var rétt fyrir kristnitöku árið 1000.
 • Sundlaugin okkar er eflaust ein sú besta á landinu. Þar er hægt að synda í saltvatnslaug, slaka á í heitum pottum, gufubaði eða farið i spennuferð í einum af þremur rennubrautunum sem þar eru.
 • Sprangan – Að spranga er oft talið vera þjóðaríþrótt Vestmannaeyjinga, þar sem galvaskir einstaklingar sveifla sér á milli klettanna eins og ekkert sé sjálfsagðara.
 • Stórhöfði : Örugglega vindsamasti staðurinn á Íslandi og sumir segja jafnvel vindsamasti staðurinn í allri Evrópu, en útsýnið bætir það upp.
 • Klauf er svartsand strönd skammt frá Stórhöfða. Hér getur þú gengið um, safnað skeljum, eða bara notið útsýnisins, eða jafnvel verið sannur víkingur og skellt þér í sjósund. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir að enginn heitur pottur er tilstaðar svo kannski er sniðugra að skella sér í sundlaugina.

Viðburðir í Vestmannaeyjum

Ávallt er mikið um að vera í Vestmannaeyjum, sérstaklega yfir sumartímann. Hver sem er, verður ekki svikinn ef hann mætir á þessa viðburði sem eru nefndir hér að neðan.

 • Puffin hlaupið er haldið ár hvert í byrjun Maí þar sem þú getur tekið þátt í utanvegs hlaupi og í leiðinni notið náttúruperlunnar sem Vestmannaeyjar er.
 • Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert enda Vestmannaeyjar gamalt fiski þorp. Helgin er stútfull af dagskrá frá föstudegi til sunnudags. Á laugardeginum fara fram hátíðarhöld á Báskersbryggju, þar sem keppt er í kappróðri, reiptogi ásamt ýmsu öðru. Um kvöldið er síðan dansleikur.
 • Í byrjun júní heldur Ölstofan hér í Vestmannaeyjum, The brothers brewery árlega bjórhátíð þar sem ýmis brugghús koma saman og para saman bjór með frábærum mat.
 • Goslokahátíðin er helgina eftir 3.júlí þar sem það er dagurinn sem eldgosinu 1973 var formlega lokið. Mikið er um viðburði og sýningum þessa helgi af öllu tagi. Á laugardeginum er samkoma við höfnina þar sem hljómsveit skemmtir mannskapnum. Margir sjómenn opna einnig bátaskýlin sín fyrir partýhöld. Þetta er sannarlega einstök hátíð þar sem íbúar skemmta sér konunglega ásamt öðrum. Við mælum með fyrir alla að koma á Goslokahátíðina.
 • Þjóðhátíð er án efa þekktasta og stærsta útihátíðin á Íslandi. Þessi einstaka þriggja daga hátíð hefur verið haldin frá árinu 1874. Stanslaus dagskrá er alla helgina, með allskyns uppákomum fyrir alla aldurshópa. Þrír hápunktar eru yfir helgina, sem byrjar með ótrúlegri brennu á föstudagskvöldinu, sturlaðri flugeldasýningu á laugardagskvöldinu og að lokum hinum fræga brekkusöng á sunnudagskvöldinu undir stjórn Ingólfs Þórarinssonar, þar sem sungin eru þekkt íslensk þjóðlög.
 • Þrettándinn og síðasti dagur jóla er haldinn hátíðlegur í  Vestmannaeyjum. Þrettándaganga er farin um bæinn í fylgd Grýlu, Leppalúða, jólasveinannna og ýmissa skelfilegra trölla og álfa. Gangan heldur upp á Malarvöllinn í Löngulá, þar sem dansað er í kringum brennu með álfum, púkum og allskyns kynjaverum. Að lokum eru jólin kvödd með flugeldasýningu.