Hagnýtar upplýsingar

Ef frekari upplýsingar vantar er hægt að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481-2800 eða herjolfur@herjolfur.is

Opnunartími afgreiðslu Herjólfs

Afgreiðsla Herjólfs er opin alla daga frá kl. 06:30 til kl. 23:00 þegar siglt er frá Landeyjahöfn.

Afgreiðsla Herjólfs er opin alla daga frá kl. 06:30 til kl. 20:45 þegar siglt er frá Þorlákshöfn.

ATH

Á meðan við siglum á skertri siglingaáætlun vegna Covid-19 þá er afgreiðsla Herjólfs opin frá 08:00 til 17:00.

Mæting 30 mínútum fyrir brottför

Við vekjum athygli á að mikilvægt er að farþegar mæti til innritunar eigi síðar en 30 mínútum fyrir auglýsta brottfarartíma. Allir farþegamiðar eru skannaðir inn þegar farið er um borð í ferjuna.

Bílastæði

Farþegar geta nýtt sér bílastæði við Landeyjahöfn og Þorlákshöfn án gjalds. Vinsamlegast athugið að rekstraraðili ferjunnar ber ekki ábyrgð á ökutækjum sem geymd eru við þessa staði.

Að komast á staðinn

Almenningssamgöngur í tengslum við siglingar Herjólfs eru í boði en rútuferðir frá Mjódd í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um ferðir eru veittar á vef Strætó www.straeto.is. (Nánar hér) Vert er að taka fram að þessar áætlunarferðir eru ekki á vegum Herjólfs.

Við vekjum athygli á að akstur á milli Landeyjahafnar og höfuðborgarsvæðisins tekur um tvær klukkustundir í góðu færi. Farþegar eru hvattir til að gefa sér góðan tíma og virða hraðatakmarkanir. Aðgætið með góðum fyrirvara að bíllinn sé vel og rétt búinn fyrir ferðalagið til að minnka hættu á töfum á leiðinni.

Gjafabréf

Herjólfur ohf hefur að bjóða glæsileg gjafabréf sem henta vel til allra tækifæra. Gjafabréfin hafa verið vinsæl hjá okkur og er fullkomin gjöf fyrir þá sem eiga allt. Gjafabréf eru afgreidd í afgreiðslu Herjólfs, herjolfur@herjolfur.is eða í síma 481-2800.

Almennir og bókunarskimálar Herjólfs ohf

Hér má finna skilmála félagsins

Almennir og bókunarskilmálar Herjólfs OHF